Fótbolti

Ronaldo hetja Portúgals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Portúgal hafði betur gegn Króatíu, 1-0, í vináttulandsleik sem fór fram í Sviss í kvöld.

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti í fyrri hálfleik.

Króatía byrjaði ágætlega en Portúgal, með Ronaldo í fararbroddi, tók þá völdin í leiknum. Bæði lið fengu þó sín færi og áttu fleiri mörk að líta dagsins ljós.

Portúgal hefur því unnið síðustu tvo leiki sína 1-0 en liðið lagði Rússland með sama mun í F-riðli undankeppni HM 2014 á dögunum.

Króatía hefur að sama skapi tapað tveimur 1-0 leikjum í röð. Króatar töpuðu óvænt fyrir Skotum á heimavelli í A-riðli á föstudaginn síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×