Enski boltinn

Pellegrini á leið til Man. City

Manuel Pellegrini hefur staðfest að hann sé að búinn að gera munnlegt samkomulag við Man. City um að taka við liðinu af Roberto Mancini.

Það er nokkuð síðan það lá ljóst fyrir að Pellegrini myndi hætta með Malaga og þá var strax talað um að hann færi til City. Það gekk síðan eftir.

Pellegrini hefur staðið sig frábærlega hjá Malaga og var ekki fjarri því að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

"Við höfum náð munnlega samkomulagi og vonandi klárum við dæmið því ég er ekki búinn að skrifa undir," sagði Pellegrini.

"Það er satt að Man. City hefur sýnt því mikinn áhuga að ráða mig en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir samning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×