Enski boltinn

Suarez er ekki til sölu

Suarez segir að nú sé fínn tími fyrir sig að skipta um umhverfi.
Suarez segir að nú sé fínn tími fyrir sig að skipta um umhverfi.

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur verið að gera að því skóna í vikunni að hann vilji komast burt frá félaginu. Hann segist meðal annars eiga erfitt með að spila á Englandi þar sem hann fái óvægna umfjöllun hjá fjölmiðlum að hans mati.

Liverpool hefur nú þurft að bregðast við þessum ummælum með því að taka fram að leikmaðurinn sé einfaldlega ekki til sölu.

"Luis Suarez er ekki til sölu. Hvorki Luis né hans fulltrúar hafa haft samband vegna málsins," segir í yfirlýsingu Liverpool.

"Félagið hefur alltaf staðið við hlið leikmannsins og ætlast til þess að hann virði samning sinn við félagið."

Suarez er samningsbundinn Liverpool næstu fjögur árin.


Tengdar fréttir

Suarez skellir skuldinni á fjölmiðla

Það er ansi margt sem bendir til þess að framherjinn Luis Suarez fari frá Liverpool í sumar. Hann hefur nú í annað sinn á skömmum tíma gefið í skyn að hann sé að fara. Hermt er að hann sé búinn að ná samkomulagi við Real Madrid en Liverpool hefur samt ekki samþykkt tilboð frá spænska félaginu.

Suarez gæti ekki neitað Real Madrid

Framherjinn Luis Suarez gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Úrúgvæinn segir í viðtali við útvarpsstöð í heimalandinu að hann gæti ekki hafnað tilboði frá Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×