Enski boltinn

Styttist í ráðningu á nýjum stjóra Everton

Jón Júlíus Karlsson skrifar
David Moyes stýrði sínum síðasta leik með Everton í gær.
David Moyes stýrði sínum síðasta leik með Everton í gær. Getty Images

Stjórnarformaður Everton, Bill Kenwright, segir að hann sé nálægt því að finna rétta manninn í að leysa David Moyes af hólmi sem tekur formlega við Manchester United í dag.

Moyes var í 11 ár sem stjóri á Goodison Park en heldur nú til Old Trafford. Þeir sem hafa verið nefndir sem næsti stjóri Everton eru meðal annars þeir Roberto Martinez, Neil Lennon, Malky Mackey og Gus Poyet. Fjölmiðlar á Bretlandseyjum segja að það sé einnig líklegt að Kenwright veðji á þjálfara sem starfað hafa með Moyes á undanförnum árum.

„Ég er með nokkra í huga. Nöfn margra þeirra sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu eru á listanum hjá mér. Everton er sérstakur fótboltaklúbbur,“ sagði Kenwright.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×