Enski boltinn

Martinez mun ákveða sig í næstu viku

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Roberto Martinez hefur verið orðaður við Everton að undanförnu.
Roberto Martinez hefur verið orðaður við Everton að undanförnu. Getty Images

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, mun taka ákvörðun um það í næstu viku hvort hann mun halda áfram með Wigan. Liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrir skömmu. Martinez hefur verið sterklega orðaður við Everton á síðustu dögum.

„Ég mun setjast niður með stjórnarformanninum í næstu viku og þá tökum við ákvörðun,“ sagði Martinez við Sky Sports. „Við höfum ástæðu til að vera stoltir og fagna þeim árangri sem við höfum náð á síðustu átta árum. Við erum í ágætri stöðu fjárhagslega og leikum í Evrópudeildinni á næstu leiktíð,“ segir Martinez.

Wigan sigraði mjög óvænt í enska bikarnum fyrir viku síðan eftir sigur gegn Manchester City. Liðið mun því leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa fallið niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×