Fótbolti

Mourinho skaðlegur spænskri knattspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho heilsar hér Tito Vilanova.
Mourinho heilsar hér Tito Vilanova. Nordic Photos / Getty Images

Carles Vilarrubi, varaforseti Barcelona, er ánægður með að Jose Mourinho skuli vera á leið frá Real Madrid nú í sumar.

Mourinho starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá Barcelona á árum áður en er ekki vinsælasti maðurinn þar í borg í dag.

Mourinho hefur til að mynda sakað marga knattspyrnudómara um að hygla liði Barcelona og potaði einnig í auga Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarstjóra liðsins.

„Mourinho hefur verið skaðlegur spænskri knattspyrnu,“ sagði Vilarrubi við spænska miðla. „Það er jákvætt að hann skuli vera á útleið. Það var neikvætt andrúmsloft í kringum hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×