Enski boltinn

Getur ekki tekið lögin í eigin hendur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Di Canio er umdeildur.
Di Canio er umdeildur. Nordic Photos / Getty Images

Leikmannasamtökin í Englandi hafa kvartað undan framkomu Paolo Di Canio, knattspyrnustjóra Sunderland.

Di Canio gagnrýndi nokkra leikmenn sína harkalega eftir að myndir af þeim í annarlegu ástandi birtust í ensku blöðunum. Di Canio beitti þá einnig sektum. Sumir þeirra eru ósáttir við framkomu stjórans og leituðu til samtakanna.

„Hann getur ekki tekið lögin í eigin hendur,“ sagði Gordon Taylor, framkvæmdarstjóri leikmannasamtakanna. „Við vitum af ummælum hans og fleiri uppákomum því tengdum. Þetta snertir allmarga leikmenn.“

„Við þurftum einnig að skipta okkur af honum þegar hann var stjóri Swindon. En reglur um viðurlög leikmanna hafa verið samþykktar af ensku úrvalsdeildinni og enska knattspyrnusambandinu.“


Tengdar fréttir

Di Canio úthúðar Phil Bardsley

"Leikmenn sem hegða sér svona spila ekki undir minni stjórn. Með svona hegðun sjá leikmenn sjálfir um að mála sig út í horn," segir Paolo Di Canio knattspyrnustjóri Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×