Markmannsmistök, skotgleði og sjálfsmarkakóngurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2013 15:15 Nordic Photos / Getty Images Hvers skoraði flest sjálfsmörk? Hver skaut oftast framhjá? Hvaða markvörður varði flest skot? Hver braut oftast af sér? Það er kominn tími til að gera upp 21. leiktímabilið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Líkast til kemur það fáum á óvart að ekkert lið braut oftar af sér en Stoke. Liðsmenn Tony Pulis fengu 485 aukaspyrnur dæmdar á sig þótt brotakóngurinn hafi verið Grant Holt hjá Norwich (82 brot). West Ham kom næst á eftir og fráfarandi Englandsmeistarar nokkuð óvænt þriðju. Arsenal sankaði að sér flestum rauðum spjöldum eða fimm en flest gulu spjöldin fóru, já þú giskaðir rétt, til Stoke (78). Luis Suarez, Matthew Lowton, Bradley Johnson og Craig Gardner hlotnuðust sá vafasami heiður að fá nafn sitt oftast ritað aftan á gula spjaldið eða tíu sinnum. Englandsmeistarar Manchester United settu met. Í 15 leikjum af 38 lentu þeir undir á leiktíðinni en tókst að næla í 29 stig úr leikjunum 15. Metið var í eigu Newcastle frá tímabilinu 2001-2002, undir stjórn Bobby Robson, sem náði í 24 stig úr leikjum sem liðið lenti undir í. Newcastle skoraði flest mörk í viðbótartíma og var Senegalinn Papiss Cissé fremstur í flokki. Cissé skoraði sigurmörk í leikjum gegn Fulham, Stoke og West Brom en Robin van Persie kom næstur með mörkum sínum gegn Manchester City og Southampton.Gareth Bale átti flest skot sem hittu á markið (73) en fast á hæla honum kom Luis Suarez (72). Úrúgvæinn kemur víða við þegar leiktímabilið er gert upp hvað tölfræði varðar. Suarez átti nefnilega líka langflest skot framhjá (71) en Spánverjinn Michu setti 54 upp í stúku. Liðsfélagi Michu hjá Swansea, framherjinn Itay Shechter, átti verstu tölfræðina yfir tíma sem leið á milli skottilrauna. Shechter skaut aðeins fjórum sinnum að marki á 621 mínútum á vellinum eða skot á 155 mínútna fresti. Aðeins 22% skot Cameron Jerome hjá Stoke hittu markið og Mario Balotelli skoraði aðeins eitt mark úr 26 tilraunum sem er 4 prósent nýtni. Erfitt er að nefna leikmann sem var liði sínu mikilvægari en Belginn Christian Benteke. Framherjinn skoraði eða lagði upp 49 prósent marka Aston Villa. Til samanburðar dreifðust mörk Manchester United á leiktíðinni á tuttugu leikmenn. Leighton Baines hjá Everton var sá eini sem spilaði alla leikina 38 og var aldrei skipt af velli. Hann skapaði líka 116 færi fyrir liðsfélaga sína en fróðlegt verður að sjá hvort David Moyes reyni að stela bakverðinum hárprúða til Mancester United. Matt Jarvis hjá West Ham kom félögum sínum í 46 færi án þess að þeim tækist að skora mark. Juan Mata hjá Chelsea var stoðsendingakóngur ársins sem rétt væri að nefna „matari“ ársins til heiðurs Spánverjanum smávaxna. Mata lagði upp tólf mörk en á hæla honum kom Santi Cazorla og Eden Hazard með ellefu „matanir“. Mata (12 mörk, 12 stoðsendingar), Theo Walcott (14 mörk, 10 stoðsendingar), Cazorla (12 mörk, 11 stoðsendingar) og Wayne Rooney (12 mörk, 10 stoðsendingar) náðu tveggja stafa tölu hvað varðar mörk og stoðsendingar. Tottenham nældi í 72 stig sem dugðu liðinu aðeins í 5. sæti. Stigafjöldinn hefði dugað Lundúnarliðinu í 2. sætið tímabilið 2010-2011 og er met hjá liði sem hafnar utan fjögurra efstu sætanna. Ekkert lið skoraði fleiri mörk fyrir utan vítateiginn en Tottenham og átti Gareth Bale stærstan hlut að máli. Walesverjinn skoraði níu sinnum fyrir utan vítateiginn en aukaspyrnukóngurinn var Rob Snodgrass hjá Norwich með þrjú aukasprnumörk. Stoke skoraði aðeins eitt mark með skoti utan teigs. 35 leikjum á leiktíðinni lauk með markalausu jafntefli og 47 sinnum settu leikmenn boltann í rangt mark sem er met. Jos Hooiveld hjá Southampton var sjálfsmarkakóngurinn með þrjú sjálfsmörk en fékk samkeppni frá Nathan Baker, Gareth McAuley og Jonathan Walters. Walters skoraði mörkin sín í sama leiknum. *OG, sem reyndist Manchester United mikilvægur á síðustu leiktíð, skoraði sex sinnum fyrir þá rauðklæddu í vetur.Jussi Jaaaskelainen hjá West Ham varði flest skot allra eða 164 og hélt ellefu sinnum hreinu. Joe Hart gerði það þó oftast eða í 18 leikjum. Hart gerði þó fimm mistök sem leiddu til marka þótt Ali al-Habsi hjá Wigan hafi lagt hann að velli í keppninni óvinsælu. Sjö sinnum gerði Ómanmaðurinn dýrkeypt mistök. *OG = own goal; Það vakti mikla athygli hve oft sjálfsmörk voru skoruð af andstæðingum Manchester United leiktíðina 2011-2012 Samantektin er byggð á tölfræði frá Opta og grein Jacob Steinberg á Guardian. Enski boltinn Tengdar fréttir Fallegustu mörk ársins í ensku úrvalsdeildinni Sunnudagsmessan gerði upp leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni í dag með tíu fallegustu mörkunum. 20. maí 2013 21:47 Dramatíkin á Etihad valin leikur ársins Manchester City og Manchester United mættust í stórkoslegum knattspyrnuleik á Etihad í Manchester í vetur. Leikurinn var sá besti á nýafstaðinni leiktíð að mati Sunnudagsmessunnar. 20. maí 2013 21:50 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Hvers skoraði flest sjálfsmörk? Hver skaut oftast framhjá? Hvaða markvörður varði flest skot? Hver braut oftast af sér? Það er kominn tími til að gera upp 21. leiktímabilið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Líkast til kemur það fáum á óvart að ekkert lið braut oftar af sér en Stoke. Liðsmenn Tony Pulis fengu 485 aukaspyrnur dæmdar á sig þótt brotakóngurinn hafi verið Grant Holt hjá Norwich (82 brot). West Ham kom næst á eftir og fráfarandi Englandsmeistarar nokkuð óvænt þriðju. Arsenal sankaði að sér flestum rauðum spjöldum eða fimm en flest gulu spjöldin fóru, já þú giskaðir rétt, til Stoke (78). Luis Suarez, Matthew Lowton, Bradley Johnson og Craig Gardner hlotnuðust sá vafasami heiður að fá nafn sitt oftast ritað aftan á gula spjaldið eða tíu sinnum. Englandsmeistarar Manchester United settu met. Í 15 leikjum af 38 lentu þeir undir á leiktíðinni en tókst að næla í 29 stig úr leikjunum 15. Metið var í eigu Newcastle frá tímabilinu 2001-2002, undir stjórn Bobby Robson, sem náði í 24 stig úr leikjum sem liðið lenti undir í. Newcastle skoraði flest mörk í viðbótartíma og var Senegalinn Papiss Cissé fremstur í flokki. Cissé skoraði sigurmörk í leikjum gegn Fulham, Stoke og West Brom en Robin van Persie kom næstur með mörkum sínum gegn Manchester City og Southampton.Gareth Bale átti flest skot sem hittu á markið (73) en fast á hæla honum kom Luis Suarez (72). Úrúgvæinn kemur víða við þegar leiktímabilið er gert upp hvað tölfræði varðar. Suarez átti nefnilega líka langflest skot framhjá (71) en Spánverjinn Michu setti 54 upp í stúku. Liðsfélagi Michu hjá Swansea, framherjinn Itay Shechter, átti verstu tölfræðina yfir tíma sem leið á milli skottilrauna. Shechter skaut aðeins fjórum sinnum að marki á 621 mínútum á vellinum eða skot á 155 mínútna fresti. Aðeins 22% skot Cameron Jerome hjá Stoke hittu markið og Mario Balotelli skoraði aðeins eitt mark úr 26 tilraunum sem er 4 prósent nýtni. Erfitt er að nefna leikmann sem var liði sínu mikilvægari en Belginn Christian Benteke. Framherjinn skoraði eða lagði upp 49 prósent marka Aston Villa. Til samanburðar dreifðust mörk Manchester United á leiktíðinni á tuttugu leikmenn. Leighton Baines hjá Everton var sá eini sem spilaði alla leikina 38 og var aldrei skipt af velli. Hann skapaði líka 116 færi fyrir liðsfélaga sína en fróðlegt verður að sjá hvort David Moyes reyni að stela bakverðinum hárprúða til Mancester United. Matt Jarvis hjá West Ham kom félögum sínum í 46 færi án þess að þeim tækist að skora mark. Juan Mata hjá Chelsea var stoðsendingakóngur ársins sem rétt væri að nefna „matari“ ársins til heiðurs Spánverjanum smávaxna. Mata lagði upp tólf mörk en á hæla honum kom Santi Cazorla og Eden Hazard með ellefu „matanir“. Mata (12 mörk, 12 stoðsendingar), Theo Walcott (14 mörk, 10 stoðsendingar), Cazorla (12 mörk, 11 stoðsendingar) og Wayne Rooney (12 mörk, 10 stoðsendingar) náðu tveggja stafa tölu hvað varðar mörk og stoðsendingar. Tottenham nældi í 72 stig sem dugðu liðinu aðeins í 5. sæti. Stigafjöldinn hefði dugað Lundúnarliðinu í 2. sætið tímabilið 2010-2011 og er met hjá liði sem hafnar utan fjögurra efstu sætanna. Ekkert lið skoraði fleiri mörk fyrir utan vítateiginn en Tottenham og átti Gareth Bale stærstan hlut að máli. Walesverjinn skoraði níu sinnum fyrir utan vítateiginn en aukaspyrnukóngurinn var Rob Snodgrass hjá Norwich með þrjú aukasprnumörk. Stoke skoraði aðeins eitt mark með skoti utan teigs. 35 leikjum á leiktíðinni lauk með markalausu jafntefli og 47 sinnum settu leikmenn boltann í rangt mark sem er met. Jos Hooiveld hjá Southampton var sjálfsmarkakóngurinn með þrjú sjálfsmörk en fékk samkeppni frá Nathan Baker, Gareth McAuley og Jonathan Walters. Walters skoraði mörkin sín í sama leiknum. *OG, sem reyndist Manchester United mikilvægur á síðustu leiktíð, skoraði sex sinnum fyrir þá rauðklæddu í vetur.Jussi Jaaaskelainen hjá West Ham varði flest skot allra eða 164 og hélt ellefu sinnum hreinu. Joe Hart gerði það þó oftast eða í 18 leikjum. Hart gerði þó fimm mistök sem leiddu til marka þótt Ali al-Habsi hjá Wigan hafi lagt hann að velli í keppninni óvinsælu. Sjö sinnum gerði Ómanmaðurinn dýrkeypt mistök. *OG = own goal; Það vakti mikla athygli hve oft sjálfsmörk voru skoruð af andstæðingum Manchester United leiktíðina 2011-2012 Samantektin er byggð á tölfræði frá Opta og grein Jacob Steinberg á Guardian.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fallegustu mörk ársins í ensku úrvalsdeildinni Sunnudagsmessan gerði upp leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni í dag með tíu fallegustu mörkunum. 20. maí 2013 21:47 Dramatíkin á Etihad valin leikur ársins Manchester City og Manchester United mættust í stórkoslegum knattspyrnuleik á Etihad í Manchester í vetur. Leikurinn var sá besti á nýafstaðinni leiktíð að mati Sunnudagsmessunnar. 20. maí 2013 21:50 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Fallegustu mörk ársins í ensku úrvalsdeildinni Sunnudagsmessan gerði upp leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni í dag með tíu fallegustu mörkunum. 20. maí 2013 21:47
Dramatíkin á Etihad valin leikur ársins Manchester City og Manchester United mættust í stórkoslegum knattspyrnuleik á Etihad í Manchester í vetur. Leikurinn var sá besti á nýafstaðinni leiktíð að mati Sunnudagsmessunnar. 20. maí 2013 21:50