Fótbolti

Man. City og Yankees stofna fótboltalið í New York

Sheik Mansour.
Sheik Mansour.

Enska knattspyrnufélagið Man. City og bandaríska hafnaboltafélagið New York Yankees hafa tekið höndum saman og stofnað knattspyrnufélag í New York.

Félagið heitir New York City Football Club og mun hefja leik í bandarísku MLS-deildinni árið 2015.

Eigandi Man. City, Sheik Mansour bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, verður aðaleigandi nýja félagsins en forseti Yankees, Randy Levine, mun sjá um að koma því á koppinn og ráða starfsfólk.

Það kostar litlar 100 milljónir dollara að koma með nýtt lið inn í deildina. Nýja félagið mun keppa um athygli og peninga við tíu önnur atvinnumannalið í New York.

Stefnt er að því að byggja heimavöll félagsins nálægt heimavelli hafnaboltaliðsins New York Mets. Ekki er þó víst að félagið fái að byggja þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×