Enski boltinn

Suarez rakti boltann langoftast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattraki.

Suarez fór á alls 291 slíkan sprett samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu Liverpool í dag en næstur á listanum var Adel Taarabt, leikmaður QPR, með 159 knattraksspretti.

Hatem Ben Arfa, Newcastle og Tottenham-maðurinn Gareth Bale komu svo næstir á eftir honum.

Þess má geta að Suarez varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 23 mörk en hann átti þátt í að búa til alls 90 marktækifæri. Hann átti einnig flestar marktilraunir eða 143 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×