Fótbolti

Bjarni fær nýjan þjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Bjarni Þór Viðarsson sér ef til vill fram á betri tíð hjá danska liðinu Silkeborg en liðið er komið með nýjan þjálfara.

Silkeborg féll úr dönsku úrvalsdeildinni í vor en Bjarni fékk lítið sem ekkert að spila undir stjórn Viggo Jensen, fyrrum þjálfara liðsins.

Sörensen hefur verið aðstoðarþjálfari AGF undanfarin fjögur ár en fær nú það verkefni að koma Silkeborg aftur í deild þeirra bestu.

FH-ingar reyndu að fá Bjarna Þór að láni frá Silkeborg fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla en það gekk ekki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×