Enski boltinn

Viðtalið við Begovic var uppspuni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn Stoke City segja að það sé ekkert hæft í þeim fregnum um að markvörðurinn Asmir Begovic vilji fara til Liverpool nú í sumar.

Begovic er Bosníumaður og haft var eftir honum í fjölmiðlum í heimalandinu að hann vildi hefja undirbúningstímabilið í júlí sem leikmaður Liverpool.

Tony Scholes, framkvæmdarstjóri Stoke, segir að það rangt. „Umboðsmaður Asmir hringdi í mig um leið og þetta kom upp. Hann fullvissaði mig um að Asmir þekkti ekki bosníska blaðamanninn og að hann hafi svo sannarlega ekki veitt honum viðtal.“

„Þetta er því algjör uppspuni og því miður var viðtalið birt í dagblaði í Bosníu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×