Fótbolti

Platini vill stofna íþróttalögreglu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. Mynd/NordicPhotos/Getty

Michel Platini, forseti UEFA, telur að það sé þörf á því að stofna sérstaka íþróttalögreglu á álfunni sem fengi það verkefni að berst við veðmálabrask, spillingu, hagræðingu úrslita, ólögleg lyf og óeirðaseggi. Platini nefndi þetta í ræðu sinni á UEFA-þinginu í London.

Platini talaði um það í ræðu sinni að það séu liðin sex ár síðan að hann fór að berjast fyrir stofnun íþrótta-lögreglu en að hann hafi ekki fengin nein viðbrögð frá ríkisstjórnunum í Evrópu.

Platini ákvað því að gera þessa beiðni sína opinberlega til að pressa enn frekar á aðgerðir frá stjórnmálamönnunum sem hann segir hafa sofnað á verðinum.

Forseti UEFA ætlar einnig að krefjast þess að öll 53 aðildarlönd evrópska knattspyrnusambandsins taki upp sérstaka löggjöf gagnvart hagræðingu úrslita. Það eru aðeins tíu þjóðir með slíka löggjöf en verði allir með slík lög virk fær sambandið að hans mati vopn í hendurnar til að refsa svindlurunum á almennilegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×