Fótbolti

Monaco keypti tvo sterka frá Porto

Tottenham vildi lengi fá Moutinho.
Tottenham vildi lengi fá Moutinho.

Fyrrum félag Eiðs Smára Guðjohnsen, AS Monaco, reif upp veskið með látum í dag er félagið keypti tvo sterka leikmenn frá Porto.

Það eru þeir Joao Moutinho og James Rodriguez sem voru keyptir á 70 milljónir evra samtals.  Moutinho fékkst á 25 milljónir evra en Kólumbíumaðurinn fór á 45 milljónir.

Það er stutt síðan Monaco var nánast gjaldþrota en peningar frá Rússanum Dmitry Rybolovlev eiga að koma félaginu aftur í fremstu röð.

Það er Ítalinn Claudio Ranieri sem þjálfar liðið í dag en Monaco er einnig á eftir eftirsóttasta leikmanni Evrópu í dag, framherjanum Radamel Falcao hjá Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×