Erlent

Óeirðir halda áfram í Svíþjóð

Óeirðir héldu áfram í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi og nótt, sjötta daginn í röð.

Kveikt var í bílum í nokkrum úthverfum borgarinnar þar sem innflytjendur eru í meirihluta og fátækt mikil. Ófriðurinn var þó nokkuð minni en á síðustu dögum.

Svo virðist sem að ólætin hafi færst til annarra borga í Svíþjóð. Grímuklæddir menn gerðu atlögu að lögreglustöð í Örebro og nokkrir reyndu að kveikja í skóla. Þá voru tugir handteknir í Uppsölum og Linköping en þar stóðu bílar í ljósum logum langt fram eftir nóttu.

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi vara fólk við því að ferðast um þau svæði sem verst hafa orðið úti í óeirðunum.

Upphaf mótmælannna má rekja til þess þegar lögreglumenn skutu og drápu aldraðan innflytjanda í Huseby-hverfinu í Stokkhólmi um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×