Formaður Landverndar um virkjanamál: "Efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“ Jóhannes Stefánsson skrifar 28. maí 2013 18:22 Um 1000 manns söfnuðust saman fyrir framan Stjórnarráð Íslands síðdegis í dag. Hópurinn afhenti aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun. Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar var á svæðinu og segir að hann hafi verið ánægður með gjörninginn. „Það var bara góð stemning. Við vorum með græna fána og afhentum aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem við teljum að forsætisráðherra hafi ekki lesið. Þetta er áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um virkjanamál og stóriðjuframkvæmdir.“ Guðmundur segir að óvissa ríki nú í málaflokknum: „Það hefur ekki verið útskýrt hvað á að gera nákvæmlega [í virkjanamálum innsk. blm.] en það hefur þó verið talað um að reisa álver í Helguvík. Ef það á að verða að veruleika hefur verið talað um að færa þurfi átta virkjanakosti yfir í nýtingarflokk. Það verða nokkrar virkjanir á Reykjanesi, þrjár virkjanir í Neðri-Þjórsá og líka í Skaftárhreppi á umdeildum svæðum. Ég held að umhverfisráðherra hafi í umræðunni opnað á það að virkja á mið-hálendinu. Það hefur þó ekki verið útskýrt nákvæmlega þetta hvernig þetta verður lagt fyrir þingið.“ Guðmundur segist vonast til þess að forsætisráðherra og ríkisstjórnin mundi endurskoða afstöðu sína til stóriðjuframkvæmda og virkjana. „Við vonumst til þess að ríkisstjórnin dragi aðeins úr þessum yfirlýsingum sínum og hefji samtal við náttúruverndarhreyfingar, útivistarfélög, sveitarfélög og ferðaþjónusturfyrirtæki og reyni að fara einhverja raunverulega sáttaleið. Það er ekki verið að reyna það með því að láta þessar yfirlýsingar falla sem hafa birst á síðustu dögum.“Gefur lítið fyrir röksemdir þeirra sem vilja virkja meira Aðspurður um rök þeirra sem telja atvinnuuppbyggingu settur stóllinn fyrir dyrnar verði ekki af virkjanaframkvæmdum segir Guðmundur: „Við erum ekki á móti atvinnuuppbyggingu en við teljum að þetta sé ekki fær leið. Það eru of miklar fórnir sem þarf að færa fyrir þessa stóriðjuuppbyggingu. Fyrrverandi forseti Nýsköpunarsjóðs benti á að þetta væru dýrustu störf sem hægt væri að skapa og formaður Ungra sjálfstæðismanna hefur líka bent á það í grein að það séu aðrar leiðir betri í efnahags- og atvinnumálum. Við tökum undir það.“ Guðmundur segir mörgum yfirsjást hagsmunina sem eru í húfi í málinu og segir flest rök hníga til þess að fara beri hægar í virkjanamálum: „Þetta er eina eðlilega niðurstaðan þegar maður skoðar málið ofan í kjölinn. Bæði út frá umhverfisverndinni, hagsmunum ferðaþjónustu og af hagfræðilegum ástæðum. Þetta er of stór biti inn í hagkerfið og ef af álveri í Helguvík verður þá erum við farin að selja 90% af allri orku sem við framleiðum í landinu til álvera. Það er efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“ Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Um 1000 manns söfnuðust saman fyrir framan Stjórnarráð Íslands síðdegis í dag. Hópurinn afhenti aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun. Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar var á svæðinu og segir að hann hafi verið ánægður með gjörninginn. „Það var bara góð stemning. Við vorum með græna fána og afhentum aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem við teljum að forsætisráðherra hafi ekki lesið. Þetta er áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um virkjanamál og stóriðjuframkvæmdir.“ Guðmundur segir að óvissa ríki nú í málaflokknum: „Það hefur ekki verið útskýrt hvað á að gera nákvæmlega [í virkjanamálum innsk. blm.] en það hefur þó verið talað um að reisa álver í Helguvík. Ef það á að verða að veruleika hefur verið talað um að færa þurfi átta virkjanakosti yfir í nýtingarflokk. Það verða nokkrar virkjanir á Reykjanesi, þrjár virkjanir í Neðri-Þjórsá og líka í Skaftárhreppi á umdeildum svæðum. Ég held að umhverfisráðherra hafi í umræðunni opnað á það að virkja á mið-hálendinu. Það hefur þó ekki verið útskýrt nákvæmlega þetta hvernig þetta verður lagt fyrir þingið.“ Guðmundur segist vonast til þess að forsætisráðherra og ríkisstjórnin mundi endurskoða afstöðu sína til stóriðjuframkvæmda og virkjana. „Við vonumst til þess að ríkisstjórnin dragi aðeins úr þessum yfirlýsingum sínum og hefji samtal við náttúruverndarhreyfingar, útivistarfélög, sveitarfélög og ferðaþjónusturfyrirtæki og reyni að fara einhverja raunverulega sáttaleið. Það er ekki verið að reyna það með því að láta þessar yfirlýsingar falla sem hafa birst á síðustu dögum.“Gefur lítið fyrir röksemdir þeirra sem vilja virkja meira Aðspurður um rök þeirra sem telja atvinnuuppbyggingu settur stóllinn fyrir dyrnar verði ekki af virkjanaframkvæmdum segir Guðmundur: „Við erum ekki á móti atvinnuuppbyggingu en við teljum að þetta sé ekki fær leið. Það eru of miklar fórnir sem þarf að færa fyrir þessa stóriðjuuppbyggingu. Fyrrverandi forseti Nýsköpunarsjóðs benti á að þetta væru dýrustu störf sem hægt væri að skapa og formaður Ungra sjálfstæðismanna hefur líka bent á það í grein að það séu aðrar leiðir betri í efnahags- og atvinnumálum. Við tökum undir það.“ Guðmundur segir mörgum yfirsjást hagsmunina sem eru í húfi í málinu og segir flest rök hníga til þess að fara beri hægar í virkjanamálum: „Þetta er eina eðlilega niðurstaðan þegar maður skoðar málið ofan í kjölinn. Bæði út frá umhverfisverndinni, hagsmunum ferðaþjónustu og af hagfræðilegum ástæðum. Þetta er of stór biti inn í hagkerfið og ef af álveri í Helguvík verður þá erum við farin að selja 90% af allri orku sem við framleiðum í landinu til álvera. Það er efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira