Enski boltinn

Everton ekki nógu stórt félag fyrir Martinez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dave Whelan, eigandi og stjórnarformaður Wigan, segir að það þurfi stærra félag en Everton til að lokka knattspyrnustjórann Roberto Martinez í burtu.

Martinez skrifaði nafn sitt á spjöld sögunnar um helgina er hann gerði Wigan að enskum bikarmeisturum eftir frækinn sigur á Manchester City í úrslitaleiknum, 1-0.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Everton eftir að tilkynnt var að stjóri liðsins, David Moyes, muni taka við Manchester United í sumar.

„Það er alltaf þörf fyrir menn eins og Roberto,“ sagði Whelan við enska fjölmiðla. „Þegar hann vill fara þá mun ég ekki standa í vegi fyrir honum. En hann vill bara fara til stórs félags og ég held að Everton sé ekki nógu stórt fyrir hann.“

„Þetta er allt saman undir Roberto komið. Það eina sem ég geri er að styðja hann. Hann er einn heiðarlegasti maður sem ég þekki. Ég tel ólíklegt að hann fari nú. Ef svo er mun ég taka í hönd hans og óska honum alls hins vegar. En ég vona að hann verði hjá okkur í 4-5 ár til viðbótar.“

Wigan er í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni og þarf helst að vinna báða leiki sína sem eftir eru til að bjarga sæti sínu. Liðið mætir Arsenal á morgun.


Tengdar fréttir

Öskubuskuævintýri Wigan fullkomnað

Wigan varð í dag enskur bikarmeistari í fyrsta skipti. Liðið skellti þá milljónaliði Man. City í úrslitaleik á Wembley. Ben Watson skoraði eina mark leiksins. Þetta eru ein óvæntustu úrslit í sögu keppninnar en Wigan er við það að falla úr ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×