Enski boltinn

Wenger vildi ekki tjá sig um Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger talaði varlega þegar hann var spurður hvort að Arsenal myndi reyna að fá Wayne Rooney frá Manchester United í sumar.

Rooney hefur farið fram á sölu en óvíst er hvort að United vilji selja hann. Hann hefur verið orðaður við PSG í Frakklandi, sem og önnur lið í Englandi.

„Ég er ekki í neinni stöðu til að tala um leikmenn sem við höfum mögulega áhuga á,“ sagði Wenger í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég er bara að hugsa um næsta leik. Þegar leikurinn gegn Newcastle er búinn get ég gefið betri svör við spurningum ykkar.“

Blaðamenn í Englandi gefast ekki upp í fyrstu tilraun og héldu áfram að spyrja Wenger um Rooney. Svar Frakkans var einfalt: „Ég er nýbúinn að svara þessu!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×