Enski boltinn

Wilshere fer í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jack Wilshere mun gangast undir aðgerð vegna ökklameiðsla í lok tímabilsins og mun því missa af leikjum enska landsliðsins um mánaðamótin.

Wilshere var frá allt síðasta tímabil vegna meiðsla. Hann er enn gjaldgengur í U-21 landslið Englands sem keppir á EM í Ísrael í næsta mánuði en Wilshere missir af því. Hann missti einnig af EM í Danmörku fyrir tveimur árum síðan.

„Hann fer í litla aðgerð eftir tímabilið. Hann spilar núna aðeins með verkjalyfjum og því nota ég hann bara þegar ég þarf,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Þetta er lítil aðgerð og hann þarf bara 2-3 vikur til að jafna sig. Ég á ekki von á að þetta verði vandamál.“

„Það eru auðvitað vonbrigði fyrir hann að missa af landsleikjunum en hann fer til Brasilíu á næsta ári,“ bætti Wenger við en HM 2014 fer fram þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×