Enski boltinn

Martinez: Ég bjóst aldrei við þessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan.
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var að sjálfsögðu vonsvikinn eftir 1-4 tap á móti Arsenal og þar með fall úr ensku úrvalsdeildinni aðeins nokkrum dögum eftir að liðið vann enska bikarinn á Wembley.

„Ég bjóst aldrei við þessu. Ég veit vel að við vorum í erfiðri stöðu en ég er með frábæra stráka í liðinu og þeir áttu þetta ekki skilið," sagði Roberto Martinez við BBC eftir leikinn.

„Þetta er erfiður dagur fyrir þetta fótboltafélag. Við erum búnir að eiga átta ótrúleg ár í ensku úrvalsdeildinni og núnar þurfum við að fara að byggja upp til framtíðar," sagði Martinez.

„Þegar við skoðum tölurnar þá blasir það við af við fengum alltof mörg mörk á okkur. Við vorum flottir fram á við en öll meiðslin í varnarlínunni er eitthvað sem ég hef aldrei lent í áður. Við gáfum frá okkur stig í allan vetur og þess vegna erum við hér," sagði Martinez.

„Sigurinn í bikarnum gaf okkur smá von um að geta endað tímabilið vel og það er frábært að hafa náð að vinna bikarinn. Sá sigur verður ekki tekinn af okkur. Félagið er frábærri stöðu fjárhagslega en nú verðum við að horfa til framtíðar," sagði Martinez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×