Moyes: Fæ aldrei neitt á Anfield Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. maí 2013 23:15 Moyes og Rodgers voru ekki sammála um hvort mark Distin hefði átt að standa. Mynd/Nordic Photos/Getty David Moyes knattspyrnustjóri Everton kvartaði sáran undan því að enn einn dómurinn gegn liði hans neitaði honum um fyrsta sigurinn á erkifjendunum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðin gerðu markalaust jafntefli í dag. Sylvain Distin skoraði mark með skalla í seinni hálfleik í dag var dæmt af vegna brots á markverðinum Jose Reina. Þetta var 220. nágranaslagur liðanna en Everton hefur ekki sigrað á Anfield Road í fjórtán ár sem var áður en Moyes tók við liðinu. Skotinn geðþekki er harður á því að ef Everton hefði fengið sanngjarna dómgæslu á tíma sínum á Anfield væri raunin önnur. „Þetta var alltaf löglegt mark. Markvörðurinn hleypur á Victor Anichebe og það er mark. Dómarinn sagði að Victor hafi hindrað markvörðinn en markvörðurinn hljóp á hann þannig að það getur ekki verið aukaspyrna,“ sagði gramur Moyes. „Þetta var ekki brot. Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekki auðvelt að koma hingað. „Þið fjölmiðlar eruð fljótir minna mig á að ég hafi aldrei unnið á Anfield en ef þú færð aldrei neina dóma á Anfield verður erfitt að vinna og það (að fá enga dóma) gerist reglulega þegar þú kemur hingað. Brendan Rodgers framkvæmdarstjóri Liverpool sá dóminn ekki í sama ljósi og Moyes og sagði að Michael Oliver dómari hafi haft rétt fyrir sér. „Ég held að þegar þú horfir á þetta aftur þá sérðu að dómarinn sér þetta snemma. Boltinn var rétt kominn af stað þegar hann dæmir aukaspyrnu,“ sagði Rodgers. „Ég var ekki 100% viss við fyrstu sín hvort Distin hefði brotið á Carragher eða hvort það var Anichebe en ég held að þetta hafi verið hrinding á Anichebe. „Ég er viss um að David sé vonsvikinn að markið fékk ekki að standa en mér fannst Michael eiga mjög góðan leik,“ sagði Rodgers og bætti við að ekki væri hægt að bera þetta saman við það þegar Luis Suarez virtist tryggja Liverpool sigur á Goodison Park í fyrri leik liðanna en var dæmdur rangstæður. „Munurinn á okkar marki á Goodison Park og þessu er að hann var klárlega réttstæður þegar hann skoraði. Ef þú horfir á þetta þá sá dómarinn þetta mjög vel og var búinn að flauta áður en boltinn er snertur,“ sagði Rodgers. „Ég hef leikið marga leiki hér og gert mörg jafntefli,“ sagði Moyes um gengi sitt á Anfield. „Ég hef ekki unnið en jafntefli er ekki slæm úrslit og við fáum ekki hól fyrir það. Við vorum í góðu færi til að vinna þennan leik. Liverpool fékk líka færi en það er viðbúið,“ sagði Moyes að lokum. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
David Moyes knattspyrnustjóri Everton kvartaði sáran undan því að enn einn dómurinn gegn liði hans neitaði honum um fyrsta sigurinn á erkifjendunum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðin gerðu markalaust jafntefli í dag. Sylvain Distin skoraði mark með skalla í seinni hálfleik í dag var dæmt af vegna brots á markverðinum Jose Reina. Þetta var 220. nágranaslagur liðanna en Everton hefur ekki sigrað á Anfield Road í fjórtán ár sem var áður en Moyes tók við liðinu. Skotinn geðþekki er harður á því að ef Everton hefði fengið sanngjarna dómgæslu á tíma sínum á Anfield væri raunin önnur. „Þetta var alltaf löglegt mark. Markvörðurinn hleypur á Victor Anichebe og það er mark. Dómarinn sagði að Victor hafi hindrað markvörðinn en markvörðurinn hljóp á hann þannig að það getur ekki verið aukaspyrna,“ sagði gramur Moyes. „Þetta var ekki brot. Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekki auðvelt að koma hingað. „Þið fjölmiðlar eruð fljótir minna mig á að ég hafi aldrei unnið á Anfield en ef þú færð aldrei neina dóma á Anfield verður erfitt að vinna og það (að fá enga dóma) gerist reglulega þegar þú kemur hingað. Brendan Rodgers framkvæmdarstjóri Liverpool sá dóminn ekki í sama ljósi og Moyes og sagði að Michael Oliver dómari hafi haft rétt fyrir sér. „Ég held að þegar þú horfir á þetta aftur þá sérðu að dómarinn sér þetta snemma. Boltinn var rétt kominn af stað þegar hann dæmir aukaspyrnu,“ sagði Rodgers. „Ég var ekki 100% viss við fyrstu sín hvort Distin hefði brotið á Carragher eða hvort það var Anichebe en ég held að þetta hafi verið hrinding á Anichebe. „Ég er viss um að David sé vonsvikinn að markið fékk ekki að standa en mér fannst Michael eiga mjög góðan leik,“ sagði Rodgers og bætti við að ekki væri hægt að bera þetta saman við það þegar Luis Suarez virtist tryggja Liverpool sigur á Goodison Park í fyrri leik liðanna en var dæmdur rangstæður. „Munurinn á okkar marki á Goodison Park og þessu er að hann var klárlega réttstæður þegar hann skoraði. Ef þú horfir á þetta þá sá dómarinn þetta mjög vel og var búinn að flauta áður en boltinn er snertur,“ sagði Rodgers. „Ég hef leikið marga leiki hér og gert mörg jafntefli,“ sagði Moyes um gengi sitt á Anfield. „Ég hef ekki unnið en jafntefli er ekki slæm úrslit og við fáum ekki hól fyrir það. Við vorum í góðu færi til að vinna þennan leik. Liverpool fékk líka færi en það er viðbúið,“ sagði Moyes að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira