Enski boltinn

Wigan tapaði dýrmætum stigum í dramtískum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wigan sá á eftir mikilvægum stigum í kvöld í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-3 tap á móti Swansea á heimavelli. Wigan komst tvisvar yfir í leiknum en það dugði ekki til. Seinni hálfleikurinn bauð upp á fjögur mörk og mikla dramatík.

Wigan er nú með 35 stig eða þremur stigum minna en Sunderland, Norwich og Newcastle sem eru í næstu sætum fyrir ofan. Það eru bara tvær umferðir eftir af deildinni.

Swansea hafði kannski ekki að miklu að keppa í þessum leik en liðið náði þarna að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni á árinu 2013. Dwight Tiendalli tryggði Swansea sigurinn á 76. mínútu þegar hann nýtti sér ótrúlegan klaufagang varnarmanna Wigan.

Wigan-liðið tapaði þessum leik fyrst á fremst á eigin klaufaskap því liðið gaf Swansea tvö mörk á silfurfati. Liðið var í góðum málum eftir að hafa komist yfir í 1-0 og 2-1 en það var skammgóður vermir enda varnarleikur liðsins dapur.

Róger Espinoza skoraði eina mark fyrri hálfleiks rétt fyrir hálfleiksflautið en Àngel Rangel jafnaði eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. James McCarthy kom Wigan aftur yfir en það tók Swansea aðeins sex mínútur að jafna þegar Itay Shechter skoraði.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum.


Tengdar fréttir

Dzeko skúrkurinn síðast en hetjan núna

Manchester City steig stórt skref í átt að því að tryggja sér annað sætið í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 1-0 heimasigur á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×