Enski boltinn

Agger ætlar ekki að yfirgefa Liverpool

Daninn Daniel Agger er sagður vera undir smásjánni hjá Barcelona. Hann segist þó ætla að vera áfram í herbúðum Liverpool.

Daninn sterki er samningsbundinn Liverpool til ársins 2016. Þrátt fyrir það hafa fjölmiðlar orðað hann bæði við Barcelona og Man. City.

"Ég á enn þrjú ár eftir af samningnum og ég ætla mér að standa við samninginn. Það eru alltaf einhverjir orðrómar en ég hef ekki hugmynd um hver sé að búa þá til," sagði Agger.

"Það er ekkert slæmt að vera orðaður við stór félög en menn verða að sigta svona 70 prósent af orðrómunum í burtu. Þá stendur líklega sannleikurinn eftir."

Agger hefur lengi spilað við hlið Jamie Carragher hjá Liverpool en Carragher mun leggja skóna á hilluna í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×