Enski boltinn

Chelsea getur eyðilagt fyrir Tottenham á ný

Gareth Bale.
Gareth Bale.
Þegar Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þá varð um leið ljóst að Tottenham myndi ekki komast í Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa lent í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Gareth Bale, stjarna Tottenham, tekur ekki í mál að leyfa Chelsea að eyðileggja Meistaradeildardrauma sína annað árið í röð.

"Ég varð mjög pirraður er ég horfði á úrslitaleikinn í fyrra. Það var erfitt að sjá alla vinnu ársins fyrir Meistaradeildarsætinu hverfa," sagði Bale.

"Ef við vinnum okkar leiki þá förum við í Meistaradeildina. Þetta er því undir okkur sjálfum komið. Við höfum fengið að bragða á Meistaradeildinni áður og ég veit að allir vilja komast þangað aftur."

Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir Arsenal en hefur leikið einum leik færra. Chelsea er í þriðja sæti og Spurs kemst upp að hlið Chelsea með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×