Enski boltinn

Rooney hættur að titla sig leikmann Manchester United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wayne Rooney
Wayne Rooney Nordicphotos/Getty
Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney kennir sig ekki lengur við Manchester United á Twitter-síðu sinni.

Rooney lagði fram beiðni til Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra United, um að fá að yfirgefa liðið fyrir tveimur vikum. Beiðninni var þverneitað og Rooney er fyrir vikið allt annað en sáttur.

Nú segist Rooney einfaldlega vera íþróttamaður á samningi hjá Nike en áður var hann titlaður leikmaður Manchester United.

Guardian heldur því fram að Rooney sé metinn á 40 milljónir punda af félagi sínu. Bærist tilboð af þeirri stærðargráðu í leikmanninn væri því ekki loku fyrir það skotið að Rooney fengi að yfirgefa félagið.

Sóknarmaðurinn 27 ára hefur helst verið orðaður við Chelsea, Bayern München og Paris Saint-Germain.


Tengdar fréttir

Hárblásarinn hans Sir Alex fær alla forsíðu The Sun á morgun

The Sun fjallar eins og aðrir fjölmiðlar í heiminum ítarlega um þá ákvörðun Sir Alex Ferguson að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir þetta tímabil. Það er hinsvegar óhætt að segja að forsíða The Sun á morgun skeri sig úr.

Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex

"Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson.

Sir Alex kveður United

Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×