Enski boltinn

Naum forysta Leicester eftir fyrri leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Nugent var á skotskónum þegar að Leicester hafði betur gegn Watford, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilskeppni ensku B-deildarinnar.

Gianfranco Zola og lærisveinar hans í Watford eiga síðari leikinn eftir á heimavelli en þurfa þá að sækja til sigurs.

Markið kom ekki fyrr en á 82. mínútu en Nugent skoraði með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu.

Leicester hafði verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náði ekki að skora. Gestirnir frá Watford fengu svo nokkur góð færi í þeim síðari en allt kom fyrir ekki.

Sigurvegarinn í rimmunni mætir annað hvort Crystal Palace eða Brighton í úrslitaleik á Wembley um sæti í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×