Enski boltinn

Ferguson: Þetta var mark aldarinnar hjá Van Persie

Ferguson skálaði í kampavíni í kvöld.
Ferguson skálaði í kampavíni í kvöld.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum himinlifandi eftir að hafa endurheimt enska meistaratitilinn og unnið enn einn titilinn á glæsilegum ferli sínum hjá félaginu.

"Stöðugleiki þessa félags undanfarin 20 ár er hreint ótrúlegur. Það er einstakt að klára deildina á þessum tímapunkti. Strákarnir eiga þetta skilið," sagði Ferguson en hann gat ekki annað en hrósað Robin van Persie sérstaklega. Annað markið hans í leiknum var einstakt.

"Þetta var mark aldarinnar hjá honum. Þetta mark var magnað. Tæknin, tímasetningin og allt við markið var geggjað. Strákurinn hefur verið ótrúlegur í vetur. Hann gekk í gegnum erfitt tímabil, eins og flestir gera, en kom til baka með stæl í kvöld.

"Tilfinningin er annars mjög ljúf, það skiptir ekki máli hvenær maður vinnur titla. Það er alltaf jafn gaman. Við stóðum undir væntingum og þetta er hugsanlega besta lið í sögu félagsins."


Tengdar fréttir

Sjáðu þrennuna hjá Van Persie

Hollendingurinn Robin van Persie skoraði líklega flottasta mark vetrarins í kvöld fyrir Man. Utd. gegn Aston Villa.

Man. Utd orðið Englandsmeistari enn og aftur

Man. Utd tryggði sér í kvöld sinn 20. Englandsmeistaratitil. Það var leikmaður númer 20, Robin van Persie, sem sá til þess að United landaði titlinum í kvöld.

Van Persie: Titillinn er verðskuldaður

Hollendingurinn Robin van Persie varð Englandsmeistari í fyrsta skipti í kvöld og það á sínu fyrsta ári með Man. Utd. Hann skoraði öll mörk liðsins í kvöld er það tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×