Enski boltinn

Van Persie: Titillinn er verðskuldaður

Van Persie fagnar í kvöld.
Van Persie fagnar í kvöld.
Hollendingurinn Robin van Persie varð Englandsmeistari í fyrsta skipti í kvöld og það á sínu fyrsta ári með Man. Utd. Hann skoraði öll mörk liðsins í kvöld er það tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Aston Villa.

"Það skiptir ekki máli hver skorar á meðan við vinnum leikinn," sagði Van Persie hógvær eftir leikinn. "Við spiluðum vel frá fyrstu mínútu og það var frábært að skora snemma. Þetta var frábær sigur."

Van Persie er búið að dreyma um titil lengi að hann sagði að tilfinningin væri sérstök.

"Ég er mjög ánægður en þetta er samt furðuleg tilfinning því ég hef þurft að bíða svo lengi eftir þessum titli. Þetta er frábært lið með frábærum leikmönnum.

"Þessi titill er verðskuldaður. Annað markið mitt var eitt besta mark sem ég hef skorað. Leyfið mér að njóta augnabliksins. Svo fer ég að hugsa um Arsenal-leikinn."

Van Persie mun næst fara á sinn gamla heimavöll og þar munu hans gömlu félagar þurfa að standa heiðursvörð fyrir Van Persie og félaga.


Tengdar fréttir

Sjáðu þrennuna hjá Van Persie

Hollendingurinn Robin van Persie skoraði líklega flottasta mark vetrarins í kvöld fyrir Man. Utd. gegn Aston Villa.

Man. Utd orðið Englandsmeistari enn og aftur

Man. Utd tryggði sér í kvöld sinn 20. Englandsmeistaratitil. Það var leikmaður númer 20, Robin van Persie, sem sá til þess að United landaði titlinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×