Enski boltinn

Man. Utd orðið Englandsmeistari enn og aftur

Man. Utd tryggði sér í kvöld sinn 20. Englandsmeistaratitil. Það var leikmaður númer 20, Robin van Persie, sem sá til þess að United landaði titlinum í kvöld.

Van Persie skoraði þá þrennu í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. Hollendingurinn valdi sér treyju númer 20 hjá Man. Utd því hann vildi hjálpa félaginu að vinna 20. titilinn. Hann stóð heldur betur við það.

Það voru rétt rúmar 80 sekúndur liðnar af leiknum þegar Robin van Persie kom United yfir með skoti af stuttu færi.

Annað markið var tær snilld. Rooney með sendingu fyrir aftan miðju, Van Persie skaut viðstöðulaust fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Eitt af mörkum ársins. Þriðja markið kom eftir rúmlega hálftíma leik með skoti af stuttu færi.

Þetta var fimmta þrenna Van Persie í deildinni og hann er þar með kominn í flokk með Andy Cole, Dimitar Berbatov, Ian Wright og Ruud van Nistelrooy.

Man. Utd tók því rólega í síðari hálfleik og fagnaði svo af krafti í lokin. Liðið fer næst á Emirates og þar munu leikmenn Arsenal þurfa að standa heiðursvörð fyrir United. Það verður örugglega sárt fyrir stuðningsmenn Arsenal að horfa upp á það.

Hér að ofan má sjá mörkin frá Van Persie í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×