Fótbolti

Matthías varð alblóðugur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi, lék allan leikinn gegn Haukesund í gær þrátt fyrir að hafa fengið slæmt höfuðhögg eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Matthías birti þessa mynd á Instagram-síðunni sinni með þeim skilaboðum að sér liði vel, fyrir utan þá staðreynd að Start tapaði leiknum, 3-2.

Þetta var fyrsti tapleikur nýliða Start á tímabilinu en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×