Enski boltinn

Ferð til Barbados bjargi liðið sér frá falli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dave Whelan, eigandi og stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Wigan, ætlar að bjóða leikmönnum félagsins í sólarlandaferð takist liðinu að halda sæti sínu í deildinni.

Wigan mætir Millwall í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley á laugardaginn. Millwall leikur í ensku b-deildinni og því eru möguleikar Wigan á að komast í úrslitaleikinn afar góðir.

Whelan leggur þó áherslu á að þótt enski bikarinn sé skemmtilegur skipti öllu máli að halda sæti sínu í deildinni. Spili þar inn í nýr sjónvarpsréttarsamningur sem tryggir félögunum enn meira fjármagn á næstu árum.

„Það skiptir meira máli að halda sætinu í úrvalsdeildinni en að vinna undanúrslitin í bikarnum. Ég hef því lofað leikmönnunum fríi á Barbados bjargi liðið sér frá falli," hafa enskir fjölmiðlar eftir Whelan.

Whelan segir að enski bikarinn hafi haft mikla þýðingu þegar hann var yngri.

„En þú færð svo mikla peninga í úrvalsdeildinni. Það gerir fallbaráttuna þeim mun mikilvægari," segir Whelan.

Wigan situr sem stendur í 18. sæti deildarinnar með 31 stig. Liðið hefur lakari markatölu en Sunderland sem hefur jafnmörg stig. Wigan hefur haldið sér í úrvalsdeildinni óslitið, oft með ótrúlegum hætti, frá árinu 2005.

Jöfnunarmark Shaun Maloney á elleftu stundu gegn QPR um helgina var í takt við hið árlega Wigan vor þegar liðið bætir leik sinn og bjargar sér frá falli. Markið glæsilega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

"Mestu vonbrigði ferilsins"

Harry Redknapp, stjóri QPR, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

QPR missti af sigri á síðustu sekúndunum

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers misstu af sigri á síðustu sekúndunum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wigan í sannkölluðum sex stiga leik í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×