Íslandsmeistararnir á ÍM 50 í sundi í dag - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2013 21:57 Hrafnhildur í 200 metra bringusundi Mynd/Daníel Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum. Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum.
Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15
Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43
Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42