Íslandsmeistararnir á ÍM 50 í sundi í dag - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2013 21:57 Hrafnhildur í 200 metra bringusundi Mynd/Daníel Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum. Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum.
Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15
Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43
Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42