Lífið

Sigrún Ósk eignaðist annan strák

Ellý Ármanns skrifar
Sigrún Ósk eignaðist sitt annað barn um helgina.
Sigrún Ósk eignaðist sitt annað barn um helgina.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona eignaðist sitt annað barn á sunnudaginn var.

Sigrún setti eftirfarandi skilaboð ásamt mynd af drengnum á Facebook síðuna sína í gær:

"Lítill drengur stimplaði sig inn í fjölskylduna í gær. Foreldrunum fannst hann strax við fyrstu sýn mjög kunnuglegur og mælingar staðfestu það, rúmlega 4 kg og 55 cm - Öllum heilsast vel."

Fyrir á sjónvarpskonan tveggja ára son með sambýlismanni sínum, Jóni Þór Haukssyni, en nýfæddur drengurinn er vægast sagt mjög líkur bróður sínum.

Ólafur, Þóra og Sigrún Ósk þegar veitingastaðurinn Borgin var formlega opnaður á Hótel Borg við Austurvöll í lok febrúar. Þar má greinilega sjá hvað Sigrún var glæsileg á meðgöngunni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×