Fótbolti

Eiður Smári kom inná í tapleik Club Brugge gegn Standard Liege

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður Smári í leik með Club Brugge
Eiður Smári í leik með Club Brugge Mynd. / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Club Brugge töpuðu illa, 2-0, fyrir Standard Liege í umspili um belgíska meistaratitilinn en alls taka sex lið þátt í umspilinu. Leikurinn fór fram á Jan Breydel-vellinum í Liege.

Eiður Smári hóf leikinn á varamannabekk Club Brugge í leiknum en kom inná á 55. mínútu leikins.

Genk er sem stendur í efsta sæti umspilsinsm, sjö stigum á undan Club Brugge og því verður erfitt fyrir Eið Smára og félaga að ná í meistaratitilinn.

Michy Batshuayi og Yoni Buyens gerðu mörk Standard Liege í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×