Fótbolti

Balotelli einn af áhrifamestu mönnum heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Mario Balotelli er á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims þetta árið.

Balotelli var í forsíðuviðtali hjá Time í nóvember síðastliðnum en síðan þá hefur hann yfirgefið enska boltann og spilar nú með AC Milan á Ítalíu.

Hann er einn frægasti knattspyrnumaður heims, ekki síst fyrir óvenjuleg uppátæki sín bæði innan vallar sem utan.

Balotelli hefur verið sjóðheitur síðan hann kom aftur til Ítalíu og skoraði sjö mörk í jafn mörgum leikjum fyrir AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×