Sport

Gunnar á leið í æfingabúðir í New York

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
Bardagakappinn Gunnar Nelson æfir nú af kappi fyrir bardagann gegn Mike Pyle sem fer fram þann 25. maí næstkomandi í Las Vegas.

Gunnar hefur verið að æfa hér heima en nú á sunnudaginn heldur hann til New York þar sem hann mun hjá hinum virtu þjálfurum Mark DellaGrotte og Renzo Gracie að því er fram kemur á bardagafregnir.is í dag.

Mark DellaGrotte er einn virtasti Muay Thai þjálfari í MMA heiminum í dag. Hann hefur þjálfað UFC kappa á borð við Kenny Florian, Frank Mir, Stephan Bonnar, Marcus Davis, Patrick Cote og fleiri.

Hann á og rekur Sityotong USA æfingastöðina sem er staðsett í Massachusetts en nafnið þýðir „Student of Yodtong" til heiðurs Yodtong Senanan. Yodtong hefur þjálfað 57 Muay Thai meistara, sem er met í Tælandi, en Mark er einn af tveimur Bandaríkjamönnum sem kenna aðferðir hans í Bandaríkjunum.

Gunnar verður úti í tvær og hálfa viku. Nánar má lesa um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×