Lífið

Ég hélt ég væri of gömul til að eignast barn

Stórleikkonan Halle Berry tilkynnti það um helgina að hún ætti von á sínu öðru barni – litlum dreng með sínum heittelskaða, franska leikaranum Olivier Martinez.

Í viðtali við CNN segir hún að henni líði stórkostlega og að hún hafi ekki búist við því að verða ólétt á þessum aldri, en Halle er 46 ára.

Ósýnileg óléttubumba.
"Þetta er það óvæntasta sem hefur gerst í mínu lífi í sannleika sagt. Ég hélt að ég gæti ekki orðið ólétt," segir Halle. Fyrir á hún dótturina Nöhlu, sem er fimm ára, með fyrrverandi kærasta sínum Gabriel Aubry.

Halle, Nahla og Olivier.
Verðandi foreldrar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.