Erlent

Enn ein skotárásin í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók þrjá menn í gærkvöldi eftir enn eina skotárásina í borginni.

Árásin átti sér stað á Frederiksborgvej í norðvestuhluta Kaupmannahafnar en þar var hleypt af sex skotum. Enginn særðist í þessari skotárás.

Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að þessi skotárás komi í kjölfar þriggja annarra sem orðið hafa með skömmu millibili undanfarna daga. Á síðustu tveimur vikum hefur yfir 100 skotum verið hleypt af í borginni í 13 skotárásum.

Þessar árásir eru taldar tengjast baráttu glæpagengja um fíkniefnamarkað Kaupmannahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×