Erlent

Norður Kórea hótar árásum á bandarískar herstöðvar

Norður Kóreumenn hafa hótað Bandaríkjamönnum því að ráðast á herstöðvar þeirra á eyjunum Okinawa og Guam ef Bandaríkjamenn hætti ekki þátttöku sinni í yfirstandandi heræfingum með Suður Kóreumönnum.

Þessi hótun kemur í kjölfar frétta um að í þessum heræfingum hafi B-52 sprengjuflugvélar ítrekað æft kjarnorkuárás á Norður Kóeru en sprengjuflugvélarnar eru staðsettar á Guam.

Þessar fréttir hafa gert Norður Kóreumenn æfa af reiði sem segja æfingarnar ófyrirgefanlega ögrun af hálfu Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×