Sport

Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson

Gunnar er að fara að mæta mjög erfiðum andstæðingi.
Gunnar er að fara að mæta mjög erfiðum andstæðingi.
Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann.

"Gunnar verður frekar erfiður andstæðingur. Hann hefur stíl svipaðan Machida (innsk: Lyoto Machida, brasilískur bardagakappi) þótt hann sé ekki næstum því jafn nákvæmur eða banvænn og Machida. Hann hefur marga veikleika. Hann er miklu sterkari á jörðinni en annars staðar þegar kemur að því að kýla og glíma. Ég tel mig sterkari á því sviði," sagði Pyle brattur.

"Ég hef líka heyrt að hann sé mjög góður í fangbrögðum. Ef ég vil ekki glíma við hann þá finn ég leiðir til þess að sleppa því. Ég hef keppt við marga gaura sem hafa unnið tíu plús bardaga í röð. Þeir hafa svo stoppað á mér. Ég ætla mér að verða fyrsti maðurinn sem vinnur Gunnar Nelson. Ég ætla mér að ganga frá honum."

Pyle virðist litlar áhyggjur hafa af því að Gunnar skarti svörtu belti í brasilísku Jiu-Jitsu.

"Miðað við það sem ég hef séð var ekkert sérstakt sem hann sýndi gegn Demarques Johnson. Hann náði bara taki á honum og kyrkti hann. Með fullri virðingu fyrir Demarques Johnson þá var ekkert merkilegt við það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×