Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2013 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast. Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira
Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast.
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira