Ferðaþjónustan óttast mótmæli vegna hvalveiða Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2013 07:39 Mótmælendur ætla að þrýsta á Hollendinga og vilja að þeir setji fótinn niður vegna hvalveiða Íslendinga. Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira