Enski boltinn

Borini tryggði Sunderland sinn fyrsta sigur í vetur

Fletcher fagnar marki sínu með áhorfendum.
Fletcher fagnar marki sínu með áhorfendum.
Sunderland vann í dag sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Newcastle. Lokatölur 2-1 í hörkuleik.

Það var lítið liðið af leiknum þegar Steven Fletcher kom heimamönnum yfir með skalla af stuttu færi. Hann fagnaði hreint ógurlega með því að stökkva upp í stúku til áhorfenda. Fyrir það fékk hann að líta gula spjaldið.

Það var lítið liðið af síðari hálfleik þegar Newcastle. Skot að marki sem varð að sendingu. Debuchy lá á fjærstönginni og hún gaf einu sinni sem oftar.

Mikil spenna var undir lok leiks en það var Fabio Borini sem skoraði sigurmark leiksins sjö mínútum fyrir leikslok. Glæsilegt skot utan teigs sem söng í netinu.

Sunderland er engu að síður aðeins í næstneðsta sæti deildarinnar en sigurinn gefur nýja stjóranum, Gus Poyet, og strákunum hans byr undir báða vængi.

Newcastle siglir lygnan sjó í tíunda sæti deildarinnar.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×