Enski boltinn

Gill: Kom aldrei til greina að selja Rooney

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
David Gill og Wayne Rooney þegar Rooney gekk til liðs við Manchester United fyrir níu árum síðan.
David Gill og Wayne Rooney þegar Rooney gekk til liðs við Manchester United fyrir níu árum síðan. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
David Gill fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United segir að aldrei hafi komið til greina að selja framherjann Wayne Rooney til Chelsea í sumar.

Chelsea reyndi tvívegis að kaupa Rooney í sumar en orðrómur var um að enski landsliðsmaðurinn væri ósáttur hjá Englandsmeisturunum.

„Við erum ekki í þessu til að styrkja okkar helstu keppinauta á Englandi,“ sagði Gill við BBC. „Þú þarft ekki annað en að skoða viðbrögð okkar þegar Gabriel Heinze vildi ganga til liðs við Liverpool (árið 2007).

„Við fórum fyrir gerðardóm til að sýna að við vildum ekki að hann færi til annars liðs á Englandi fyrir ákveðna fjárhæð,“ sagði Gill sem sagði Manchester United ekki hafa haft áhuga á að selja Rooney, hvorki innan- né utanlands.

„Við vildum halda Rooney og vildum ekki selja hann úr landi. Þú vinnur ekki fótboltaleiki með peningum í banka. Þú vilt hafa leikmennina á vellinum. Wayne Rooney hefur verið, og ég er viss um hann verði áfram, frábær leikmaður fyrir Manchester United.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×