Segir ummæli um samkynhneigða tekin úr samhengi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júlí 2013 19:52 Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. MYND/GETTY Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum. Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum.
Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
"Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54