Fótbolti

Aron þjóðhetja í Mexíkó | Myndband

Aron á ferðinni með bandaríska liðinu.
Aron á ferðinni með bandaríska liðinu. vísir/afp
Íslendingurinn Aron Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir bandaríska landsliðið í nótt er Bandaríkin lögðu Panama, 3-2, í undankeppni HM.

Mark Arons var gríðarlega mikilvægt fyrir Mexíkó því það varð þess valdandi að Mexíkó komst í umspil fyrir HM en ekki Panama.

Panama og Mexíkó voru að berjast um sætið og Mexíkó klúðraði sínum leik. Mexíkóar urðu því að treysta á Bandaríkjamenn og Aroni var klárlega fagnað vel þar í landi er hann skoraði sigurmark Bandaríkjamanna í uppbótartíma.

Mexíkó leikur við Nýja-Sjáland um laust sæti á HM.

Hér að neðan má sjá mark Arons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×