Fótbolti

Suarez sakaður um leikaraskap

Suarez fellur í teignum og víti dæmt.
Suarez fellur í teignum og víti dæmt.
Luis Suarez var einu sinni sem oftar í sviðsljósinu í gær er hann lék með landsliði Úrúgvæ gegn Argentínu.

Suarez fiskaði víti í leiknum en það þótti afar umdeildur dómur. Snertingin var afar lítil, ef nokkur, og því talað um dýfu af hálfu Suarez. Hann skoraði svo sjálfur úr vítinu.

Suarez lék sama leik gegn Perú í síðasta mánuði og þá varð allt vitlaust. Argentínumenn eru líka allt annað en kátir með Suarez í dag.

Úrúgvæ vann leikinn í nótt, 3-2, en sigurinn dugði ekki til þess að skjóta liðinu beint á HM. Úrúgvæ þarf að fara í umspil gegn Jórdaníu um laust sæti í keppninni.

Hér að neðan má sjá hina meintu dýfu og helstu tilþrif leiksins. Dæmi hver fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×