Sport

"Þvílík og önnur eins veisla“

Boði Logason skrifar
Guðmundur Benediktsson fór á kostum í lýsingunni á Bylgjunni í gær.
Guðmundur Benediktsson fór á kostum í lýsingunni á Bylgjunni í gær. Mynd/Daníel
Lýsing Gumma Ben á leik Noregs og Íslands á Bylgjunni frá Ullevaal-leikvanginum vakti mikla athygli á samskiptamiðlunum í gærkvöld.

Í meðfylgjandi hljóðbroti má heyra lýsinguna frá síðustu sekúndum leiksins og þar til að þær fréttir berast að Sviss hafi unnið Slóveníu.

„Þvílíkt og annað eins kvöld sem við erum að upplifa hér. Norsku stuðningsmennirnir eru að fagna með okkur. Litla stóra þjóðin verður í umspilinu þegar dregið verður í umspilinu á mánudaginn. Þvílík og önnur eins veisla,“ sagði Gummi Ben meðal annars í lýsingunni.

Hlusta má á hljóðbrotið hér að ofan.


Tengdar fréttir

Gummi Ben trylltist þegar Ísland skoraði

Guðmundur Benediktsson, sem lýsir leiknum milli Íslands og Noregs á beinni í Vísi, trylltist þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark fyrir Ísland og kom þannig Íslandi yfir, strax í upphafi leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×