Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2013 18:46 Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings frá því í fyrradag kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld, segir í bókun. Þorkell Erlingsson hjá Íslensku kolvetni segir að Húsavík sé eini staðurinn sem hópurinn hafi sótt um og að hún liggi afskaplega vel við. Þar sé að finna margskyns þjónustu eins og hótel, sjúkrahús og flugvöll og stutt sé til Akureyrar. Athygli vekur að félögin taka Húsavík fram yfir staði eins og Vopnafjörð og Þórshöfn, sem liggja nær Drekasvæðinu, og segir Þorkell ástæðuna þá að meiri þjónusta sé í boði á Húsavík. Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Akureyri hafa einnig sóst eftir þjónustuhlutverki en með þessari umsókn er Húsavík orðinn fyrsti valkostur. Vilji menn gera sér í hugarlund hver áhrifin gætu orðið á Húsavík, fari olíuleit af stað, er norski bærinn Sandnessjöen ágætt dæmi en Stöð 2 heimsótti hann í fyrra og sýndi þá þessa frétt. Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings frá því í fyrradag kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld, segir í bókun. Þorkell Erlingsson hjá Íslensku kolvetni segir að Húsavík sé eini staðurinn sem hópurinn hafi sótt um og að hún liggi afskaplega vel við. Þar sé að finna margskyns þjónustu eins og hótel, sjúkrahús og flugvöll og stutt sé til Akureyrar. Athygli vekur að félögin taka Húsavík fram yfir staði eins og Vopnafjörð og Þórshöfn, sem liggja nær Drekasvæðinu, og segir Þorkell ástæðuna þá að meiri þjónusta sé í boði á Húsavík. Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Akureyri hafa einnig sóst eftir þjónustuhlutverki en með þessari umsókn er Húsavík orðinn fyrsti valkostur. Vilji menn gera sér í hugarlund hver áhrifin gætu orðið á Húsavík, fari olíuleit af stað, er norski bærinn Sandnessjöen ágætt dæmi en Stöð 2 heimsótti hann í fyrra og sýndi þá þessa frétt.
Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37